Svíar og Finnar gagnrýna kanadísk stjórnvöld

Rússneskt rannsóknarskip á norðurslóðum. Norðurskautið er sagt ríkt af auðlindum …
Rússneskt rannsóknarskip á norðurslóðum. Norðurskautið er sagt ríkt af auðlindum og nú deila menn um hver eigi nýtingarréttinn. Reuters

Stjórn­völd í Svíþjóð og Finn­landi gagn­rýndu kanadísk stjórn­völd í dag fyr­ir að hafa ekki boðið full­trú­um ríkj­anna og Íslands á fund þar sem rætt er um framtíð norður­skauts­ins. Dan­ir og Norðmenn eiga full­trúa á fund­in­um, en ekki Íslend­ing­ar, Finn­ar og Sví­ar.

Finn­ar og Sví­ar segja að fund­ur­inn í Qu­e­bec gæti grafið und­an störf­um Norður­heim­skauts­ráðsins.

Í gær gagn­rýndi Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, kanadískt stjórn­völd fyr­ir að bjóða ekki öll­um Norður­landa­ríkj­un­um á fund­inn sem og full­trú­um frum­byggja. Aðeins Banda­rík­in, Rúss­land, Dan­mörk, Nor­eg­ur og Kan­ada sitja fund­inn.

„Okk­ur þykir miður að Kan­ada hafi aðeins ákveðið að bjóða fimm af átta þjóðum sem liggja við norður­skautið,“ seg­ir talsmaður sænska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Norður­skautið er sagt vera ríkt af nátt­úru­auðlind­um og hafa rík­in deilt um hver eigi rétt­inn að þess­um auðlind­um, m.a. er um að ræða olíu og gas­lind­ir.  Talið er að vegna hlýn­un­ar jarðar muni svæðið opn­ast meira í framtíðinni, sem muni bjóða upp á ný tæki­færi og tekj­ur.

Talsmaður sænska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins er þeirr­ar skoðunar að mál­efni sem snerti norður­skautið eigi að vera rætt á fund­um Norður­heims­skauts­ráðsins, sem hitt­ist reglu­lega. Þar eiga frum­byggj­ar sæti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert