Líkti gagnrýni á páfa við gyðingaofsóknir

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. AP

Talsmaður páfagarðs líkti í dag gagnrýni sem beinst hefur að páfa vegna viðbragða hans við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum við ofsóknir sem gyðingar hafa mátt þola.

Raniero Cantalamessa prédikaði við messu í Péturskirkjunni í Róm og vitnaði m.a. vin sinn af gyðingaættum sem sagði að ásakanir í garð páfa minntu sig á skammarlegar ofsóknir sem gyðingar hefðu mátt þola.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert