Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi

Reynt var að sökkva norsku hrefnuveiðiskipi í nótt í höfninni í Svolvær á norðvesturströnd Noregs. Þegar eigandinn kom að bátnum höfðu botnlokur verið fjarlægðar en honum tókst að stöðva lekann. Lögreglan rannsakar málið. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Reynt hefur verið ítrekað að sökkva norskum hvalveiðibátum á undanförnum árum og nokkrum sinnum hefur það tekist. Umhverfisverndarsamtökin Sea Shepherd hafa lýst nokkrum sinnum yfir ábyrgð á slíkum tilraunum en útsendarar þeirra samtaka sökktu tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1986.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert