Sífellt færri trúa á guð

Reuters

Norðmenn eru hægt og bít­andi að ganga af trúnni. Fyr­ir tæp­um ald­ar­fjórðungi sögðust rúm­lega helm­ing­ur lands­manna trúa á guð, en í ný­legri könn­un sögðust aðeins rúm 40% trúa. Þetta kem­ur fram á vef norska dag­blaðsins Af­ten­posten í dag.

Árið 1985 svöruðu 53% lands­manna því ját­andi að þeir tryðu  guð, en í dag er hlut­fallið aðeins 43%. Álíka marg­ir svar­end­ur vita ekki hvort þeir trúa á guð. En hóp­ur þeirra sem seg­ir skýrt nei við því að trúa hef­ur fjölgað til muna milli kann­an­anna tveggja, fer úr 21% í 34%.

„Þetta eru mark­tæk­ar og ör­ugg­ar töl­ur, vegna þess að við spyrj­um ná­kvæm­lega sömu spurn­ing­ar­inn­ar í jafn stór­um hópi þátt­tak­enda árið 1985 og í ár,“ seg­ir vís­indamaður­inn Ott­ar Hell­evik.

Að hans sögn eru flest­ir trúaðir í hópi þeirra sem eldri eru. Þannig megi ljóst vera að trú­in muni hægt og bít­andi deyja út með eldri kyn­slóðum. Spurður hvort al­menn­ing­ur sé í staðinn far­inn að trúa á eitt­hvað annað seg­ir Hell­vik erfitt að segja til um það þar sem ekki sé spurt um það beint í könn­un­inni. Hins veg­ar hafi verið spurt hvort þátt­tak­end­ur tryðu því að til væri fólk sem séð gæti inn í framtíðina.

„Alls 44% svar­enda töldu svo vera árið 1985. Í dag eru aðeins 32% svar­enda þeirr­ar skoðunar. Hlut­fall þeirra sem trúa á stjörnu­speki hef­ur minnkað úr 48% í 39%,“ seg­ir Hell­evik.

Bend­ir hann á að þeir sem á annað borð trúa eru heit­ari í trúnni en áður. „Fyr­ir ald­urs­fjórðungi skil­greindu 20% svar­enda sig sem krist­inn ein­stak­ling, en í dag er hlut­fallið 26%. Þetta þýðir að á sama tíma sem færri segj­ast trúa á guð þá er ljóst að það þeir sem trúa eru sterk­ari í trúnni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert