Wikileaks hefur birt leynilegt myndband sem sýnir árás Bandaríkjahers á hóp fólks í Bagdad árið 2007. Tveir blaðamenn Reuters dóu í árásinni og tvö börn særðust auk annarra þegar hermennirnir skutu á bíl sem reyndi að koma særðum til bjargar.
Þar kemur fram að Reuters hafi reynt að fá myndbandið afhent en án árangurs en herinn hefur staðfastlega haldið því fram að öllum reglum hafi verið fylgt þegar skotið var á fólkið.
Nánar verður fjallað um málið í sjónvarpsfréttum í kvöld sem og í Kastljósi, en fréttamaður RÚV sem er staddur í Bagdad vann að birtingu myndbandsins.
Tilkynning Bandaríkjahers um atvikið á sínum tíma