Sjálfsvígssprengja í Rússlandi

Tveir lögreglumenn fórust þegar maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan lögreglustöð í Ingushetia í Norður-Kákasus í Rússlandi í morgun. Árásin kemur í kjölfar bylgju sjálfsvígssprengjuárása í Rússlandi, þeirra á meðal tveggja árása í Moskvu. Meira en 50 fórust í slíkum árásum í síðustu viku. 

Árásarmaððurinn í morgun var fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Karabulak þegar hann tendraði sprengjuna um kl. 4.20 að íslenskum tíma, 8.20 að staðartíma. Hann beið samstundis bana en sex lögreglumenn særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Þar létust tveir þeirra af sárum sínum.

Árásin var gerð í sama mund og bíll fullur af lögreglumönnum kom inn á lögreglustöðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert