Ótti greip um sig vegna jarðskjálfta

Mikill ótti greip um sig á Súmötru eftir að jarðskjálfti upp á 7,8 stig reið yfir kl. 22.15 að íslenskum tíma, kl. 5.15 á staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en aflétt um tveimur tímum síðar. Einhverjar skemmdir á eignum urðu en engar fréttir eru af manntjóni.

Jarðskjálftinn átti upptök sín á 46 km dýpi norður af Súmötru. Hann fannst í um eina mínútu. Að sögn sjónarvotta voru íbúar í Aceh, sem fór sérstaklega illa úti í jarðskjálftanum 2004, mjög óttaslegnir og margir flúðu frá ströndinni.

Litlar skemmdir urðu af völdum skjálftans en töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu að undanförnu. Á mánudag reið yfir skjálfti upp á 6,2 stig og undanfarin mánuð hefur um tugur skjálfta mælst yfir fimm stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert