Flóð ábendinga um barnaníðinga

Bernt Eidsvig, biskup kaþólsku kirkjunnar í Osló og Þrándheimi, var …
Bernt Eidsvig, biskup kaþólsku kirkjunnar í Osló og Þrándheimi, var umkringdur fréttamönnum þegar hann kom til Noregs í gær. Reuters

Kaþólsku kirkjunni í Noregi bárust svo margir tölvupóstar með ábendingum um meinta barnaníðinga á meðal presta kirkjunnar að tölva hennar hrundi. Ábendingarnar bárust eftir að upplýst var um kynferðislegt ofbeldi fyrrum Þrándheimsbiskups gegn altarisdreng fyrir um 20 árum.

„Ég fékk svo margar ábendingar í tölvupósti um mögulegt ofbeldi og aðra kynferðislega misnotkun að tölvuþjónninn hrundi,“ sagði Bernt Eidsvig, biskup í Osló og Þrándheimi í samtali við Verdens Gang.

Eidsvig upplýsti það á miðvikudaginn var, að beiðini Vatíkansins, að Þjóðverjinn Georg Müller, sem var biskup í Þrándheimi, hafi níðst á altarisdreng snemma á 10. áratug síðustu aldar. 

Verdens Gang kvaðst hafa að undanförnu grafið upp níu dæmi um kynferðislegt ofbeldi í kirkjunni. 

Eidsvig sagði að kirkjunni væri kunnugt um þrjú mál, auk þess sem snertir Müller. Einnig að kirkjan sé reiðubúin að opna „leyniskjalasafn sitt“ þar sem viðkvæmar upplýsingar um presta eru geymdar. Skjölin kunna að verða gerð opinber eftir að kirkjan hefur ráðfært sig við saksóknara hins opinbera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka