Kirkjan verður að vinna með lögreglu

Benedikt 16. páfi hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki …
Benedikt 16. páfi hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki tekið á kynferðisbrotum í starfi sínu sem kardináli. MAX ROSSI

Kaþólska kirkjan verður að sýna lögreglu og dómskerfinu samstarfsvilja í þeim málum er snúa að misnotkun barna. Það er eina leiðin til að kirkjan öðlist traust á ný, sagði Federico Lombardi, talsmaður Vatíkansins í dag.

Í viðtali á útvarpsstöð Vatíkansins ítrekaði hann að Benedikt 16. páfi væri tilbúin að funda með fórnarlömbum presta sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot.

„Burt séð frá athyglinni sem við verðum að veita fórnarlömbunum, þá verðum við að sýna dómskerfinu og lögreglu samstarfsvilja og fara að landslögum,“ sagði Lombardi.

Fjöldi mála sem tengjast kynferðisbrotum gegn börnum hafa komið upp hjá Kaþólsku kirkjunni víða um heim undanfarna mánuði og hafa yfirmenn kirkjunnar verið sakaðir um að halda verndarhendi yfir prestunum með því að flytja þá til í starfi, þar sem þeir jafnvel brjóta af sér aftur, í stað þess að afhenda þá yfirvöldum.

Páfi hefur sjálfur sætt ásökunum um að hafa í starfi sínu sem kardínáli, látið hjá liggja að bregðast við ásökunum gegn prestum. Nú síðast í dag greindi AP-fréttastofan frá bréfi undirrituðu af páfa árið 1985, þar sem hann skrifar að hafa verði heildarhagsmuni kirkjunnar í huga áður en sú ákvörðun er tekin að svipta presta hempu sinni.

Var bréf páfa skrifað vegna Stephen Kiesle bandarísks prests sem hlaut skilorðsbundin dóm fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum drengjum árið 1978, en var hins vegar ekki sviptur hempunni fyrr en 1987.

Vatíkanið mun í byrjun næstu viku birta viðmiðunarreglur um það hvernig kirkjan geti tekið á kynferðisbrotum. Talið er líklegt að vreglurnar verði birtar á mánudag ásamt bréfi páfa til írskra kaþólikka á vefsíðu sem tileinkuð er kynferðisbrotamálum. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert