Mörg þúsund mótmælendur í Taílandi hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglu- og hermanna norður af höfuðborginni Bangkok og komist inn í byggingu gervihnattasjónvarpsstöðvar.
Lögreglan beitti táragási til að halda aftur af mótmælendum. Þeir gáfust hins vegar ekki upp og gerðu áhlaup, með þeim afleiðingum að öryggissveitarmenn urðu að flýja af vettvangi.
Stjórnvöl lokuðu fyrir útsendingar sjónvarpsstöðvar stjórnarandstæðinga, sem kallast Stöð fólksins, í gær. Þá var lýst yfir neyðarlögum í borginni.
Þetta gerist í kjölfar mótmæla sem hafa staðið yfir í mánuð, en mótmælendur vilja koma forsætisráðherra landsins frá völdum.
Hernin hefur umkringt sjónvarpsstöðina að sögn fréttaskýrenda er ró komin á mannskpainn.