Þekkja ekki sögu 9. apríl

Þýskur brynvarinn bíll á götu í Jótlandi eftir innrásina.
Þýskur brynvarinn bíll á götu í Jótlandi eftir innrásina.

Rétt 70 ár eru í dag, 9. apríl, liðin frá því Þjóðverj­ar gerðu inn­rás í Nor­eg og Dan­mörku. Skoðana­könn­un, sem stofn­un­in Rambøll Ana­lyse hef­ur gert fyr­ir Jyl­l­ands-Posten, sýn­ir að aðeins um 17% Dana á aldr­in­um 18-25 ára vita hvaða merk­ingu þessi dag­setn­ing hef­ur í danskri sögu.

Blaðið hef­ur eft­ir Dit­lev Tamm, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla, að þess­ar niður­stöður veki upp marg­ar spurn­ing­ar.

„Þetta er áfell­is­dóm­ur yfir danska skóla­kerf­inu. Ef við sem þjóð höf­um ekki leng­ur sam­eig­in­lega þekk­ingu um at­b­urði, sem vert er að minn­ast, þá er fátt sem við get­um talað sam­an um leng­ur. Þetta snýst um grund­völl sam­fé­lags­ins," seg­ir Tamm.  

Tina Nederga­ard, mennta­málaráðherra, seg­ir að þeir sem upp­lifðu inn­rás­ina og her­námið sem fylgdi á eft­ir eigi það skilið að danska þjóðin þekki þýðingu dag­setn­ing­ar­inn­ar 9. apríl þegar þeir út­skrif­ast úr grunn­skól­um.

Mánuði eft­ir að Þjóðverj­ar réðust inn í Dan­mörku og Nor­eg, eða 10. maí 1940, her­námu Bret­ar Ísland.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert