Vegatollar möguleg lausn

Vegatollar vekja ekki alltaf mikla hrifningu hjá ökumönnum.
Vegatollar vekja ekki alltaf mikla hrifningu hjá ökumönnum. Reuters

Það er ekki bara á Íslandi sem stjórnvöld hugleiða vegatolla til að fjármagna framkvæmdir, því vegatollar eru einnig meðal þeirra leiða sem breski Íhaldsflokkurinn getur vel hugsað sér, komist flokkurinn til valda í kosningunum 6. maí.

„Ég tel að við eigum í sumum tilfellum að íhuga vegatolla þegar ráðist er í lagningu nýrra vega,“ sagði David Cameron leiðtogi Íhaldsflokksins í viðtali við BBC og neitaði að útiloka einnig yrði í sumum tilfellum rukkað fyrir vegi sem þegar eru gjaldfrjálsir. 

„Við þurfum að velta vegatollum fyrir okkur til þess að styrkja innviði þessa lands því okkur skortir fé eftir lélega stjórnartíð Verkamannaflokksins.“ 

Ummæli Camerons virtust þó koma mönnum á óvart í höfuðstöðvum flokksins og var nú síðdegis sent út yfirlýsing frá talsmanni flokksins um hvað Cameron hefði átt. „Líkt og David Cameron tók skýrt fram í morgun þá teljum við vegatolla geta átt rétt á sér í sumum tilvikum þar sem þarf að leggja nýja þjóðvegi. Það hefur t.d. sýnt sig að vegatollar geta virkað á M6 þjóðveginum þar sem ökumenn kjósa að nýta hinn nýja veg og greiða fyrir það,“  sagði í yfirlýsingunni. Engar áætlanir væru hins vegar uppi um að rukka fyrir vegi sem þegar væru í notkun.

John McGoldrick, formaður samtaka gegn vegatollum, er þó ekki sannfærður. „Fjárlagagatið er risastórt. Íhaldsmenn hafa sagt að þeir muni ekki hækka skatti og í gengum tíðina hafa verið vísbendingar um að þeir séu tilbúnir að selja vegina í einkarekstur.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert