Kaczynski ferst í flugslysi

Flugvél með forseta Póllands, Lech Kaczynski, hrapaði nú á áttunda tímanum í nágrenni við rússneskan flugvöll. Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum létust 87 manns í slysinu. Að sögn Sergei Antufiev, fylkisstjóra í Smolensk, lifði enginn slysið af.

„Vélin braut trjátoppa, steyptist niður og brotnaði í marga hluta,“ hefur sjónvarpsstöðin Russia-24 eftir Antufiev. „Það lifði enginn slysið af.“

Flugvélin var á leið til til Smolensk í vesturhluta Rússlands þegar hún hrapaði. Var Kaczynski á leið til borgarinnar til að minnast þess að 70 ár eru nú liðin frá Katyn blóðbaðinu, þegar að hersveitir Sovétmanna drápu þúsundir Pólverja.

Talið er að Lech Kaczynski, forseti Póllands, hafi látist í …
Talið er að Lech Kaczynski, forseti Póllands, hafi látist í flugslysi í morgun, ásamt öllum sem voru um borð. FORUM
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert