Hyggjast handtaka páfa

Benedikt páfi sextándi gæti átt von á handtökuskipun er hann …
Benedikt páfi sextándi gæti átt von á handtökuskipun er hann heimsækir Breta í haust. MAX ROSSI

Tveir bresk­ir trú­leys­ingj­ar, Rich­ard Dawk­ins at­ferl­is­fræðing­ur og Christoph­er Hitchens rit­höf­und­ur, hafa beðið lög­menn þar í landi að und­ir­búa hand­töku­beiðni á Bene­dikt páfa er hann kem­ur í heim­sókn til Bret­lands í haust, vegna glæpa gegn mann­kyn­inu. Sunday Times grein­ir frá þessu í dag.

Telja þeir páfa hafa gerst brot­leg­an við lög fyr­ir að hylmt yfir kyn­ferðis­brot inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar og reynt að þagga þau niður. Hafa þeir til hliðsjón­ar heim­sókn ein­ræðis­herr­ans Augu­sto Pin­ochet í Chile, til Bret­lands árið 1998, er hann var þá hand­tek­inn fyr­ir glæpi gegn mann­kyn­inu.

Dawk­ins og Hitchens halda því fram að Bene­dikt páfi hafi í störf­um sín­um inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar, áður en hann kom í Vatik­anið, ít­rekað reynt að koma í veg fyr­ir að kyn­ferðis­brot kæm­ust upp á yf­ir­borðið eða reynt að gera lítið úr þeim. Drop­inn sem virðist hafa fyllt mæl­inn hjá þeim voru fregn­ir þess efn­is um helg­ina að árið 1985 hafi Bene­dikt und­ir­ritað bréf, þá sem Jós­ef Ratz­in­ger bisk­up, þar sem stóð m.a. að frek­ar ætti að taka til­lit til þess góða inn­an kirkj­unn­ar í máli gegn banda­rísk­um presti sem sakaður var um að hafa í sex til­vik­um brotið á tveim­ur ung­um drengj­um.

Sam­kvæmt dag­skrá páfans verður hann í Bretlandi frá 16. til 19. sept­em­ber nk. og heim­sæk­ir þá London, Glasgow og Co­ventry til að lýsa bless­un yfir John Henry Newm­an, kar­dinála sem var uppi á 19. öld­inni.

Þeir fé­lag­ar líta svo á að páfi sé ekki friðhelg­ur í heim­sókn sinni, þó að hún sé op­in­ber, hann hafi ekki stöðu þjóðarleiðtoga sam­kvæmt viðmiðum Sam­einuðu þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert