Ban Ki-moon vill bann við gerð kjarnakljúfa

Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vonast til að unnt reynist …
Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vonast til að unnt reynist að banna kjarnakljúfa. Reuters

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kvaðst fyrir sitt leiti ætla að nýta leiðtogafundinn um kjarnorkuöryggi  sem er að hefjast í Washington til að ýta enn á ný um bann við framleiðslu kjarnakljúfa fyrir kjarnavopn.

Kjarnavopnahryðjuverk væru ein alvarlegast ógn sem blasti við heiminum í dag, sagði framkvæmdastjórinn. Ban er í hópi þeirra leiðtoga víðsvegar að úr heiminum sem Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur boðið til Washington á leiðtogafund um kjarnorkuöryggi. 

„Ég hvet ítrekað á þeim fundum sem draga eiga úr útbreiðslu kjarnavopna til að samstundis verð hafnar viðræður um gerð sáttmála sem banni framleiðslu kjarnakljúfa fyrir kjarnavopn og annan sprengibúnað,“ sagði Ban.

„Þess vegna mun ég hvetja þjóðarleiðtoga í Washington til að sameinast, e.t.v. á fundi Sameinuðu þjóðanna í september, um að nálgast þetta markmið enn frekar, enda er það mikilvægur þáttur í afvopnunarferlinu.“ 

Á síðasta ári samþykkti þing 65 ríkja um afvopnunarmál sem haldið var í Genf að vinna að áætlun um að hefja viðræður um bann við gerð kjarnakljúfa fyrir kjarnavopn.

Lítið hefur hins vegar gerst í þeim málum, m.a. vegna mótmæla frá stjórnvöldum í Pakistan sem eru treg til að samþykkja nokkrar þær aðgerðir sem gætu haft áhrif á valdajafnvægið milli Pakistan og Indlands.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert