Segir hryðjuverkamenn hafa stuðlað að óeirðum

Hálfgert stríðsástand ríkti á götum Bangkok um helgina.
Hálfgert stríðsástand ríkti á götum Bangkok um helgina. Reuters

Forsætisráðherra Taílands sagði í morgun, að hryðjuverkamenn hefðu stuðlað að mannskæðum óeirðum í höfuðborginni Bangkok um helgina.  21 lét lífið og yfir 800 særðust í átökum í borginni.

„Það er ljóst, að hryðjuverkamenn beittu óbreyttum borgurum til að hvetja til uppþota og vonast til að fá með þeim hætti fram breytingar á þjóðskipulagi okkar," sagði Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, í sjóvarpsávarpi.

„Við þurfum að greina saklaust fólk frá hryðjuverkamönnum og síðan getum við gripið til frekari aðgerða. Hann sagði að stjórnmálakerfi landsins muni fjalla um  friðsamlegar  kröfur almennra mótmælenda um lýðræði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka