Fyrsta tilraunin með einkavæðingu fyrirtækja í Kúbu er nú hafin. Kúbversk stjórnvöld hyggjast fela starfsfólki á hárgreiðslustofum og snyrtistofum reksturinn á yfir hundruðum hárgreiðslu- og snyrtistofa í landinu.
Einkavæðingin nær til allra hárgreiðslu- og snyrtistofa þar sem pláss er fyrir að hámarki þrjá viðskiptavini í einu. Starfsfólki þessara stofa verður leyft að leigja sér stól sem sjálfstætt starfandi verktakar og greiða ríkinu skatt af tekjum sínum í stað þess að fá greidd föst mánaðarlaun frá ríkinu.
Þjónustugeirinn á Kúbu hefur löngum haft á sér vont orð fyrir vonda þjónustu og hömlulausum þjófnaði. Fidel Castro, fyrrverandi forseti landins, ríkisvæddi öll smáfyrirtæki árið 1968. Núna vill yngri bróðir hans og eftirmaður, Raul Castro, reyna að nútímavæða kerfið í smáum skrefum.
Í öðrum kommúnístaríkjum á orð borð við Kína og Víetnam hafa stjórnvöld þrýst mjög á að innleiða frjálshyggju á markaði á sama tíma og þau hafa haldið mjög fast utan um stjórnartaumana.
Fyrsta einkavæðing Castros fólst í því að gefa gefa bændum kost á því að eignast jarðir sem ekki skiluðu neinum hagnaði fyrir ríkið. Einstaka leigubílastjórar hafa eignast eigin atvinnutæki og eru nú sjálfstæðir verktakar í stað þess að vera launþegar ríkisins.
Fyrrnefnd breyting á hárgreiðslu- og snyrtistofum er hins vegar fyrsta einkavæðingin innan smásölubransans. Raul Castro lét nýverið þau ummæli falla í opinberri ræðu sem hann hélt að hann gerði sér grein fyrir því að íbúar landsins væru orðnir óþolinmóðir eftir breytingin en bað fólk um að sýna biðlund því hann hygðist fara hægt og varlega í hvers kyns umbætur.