Fimm slasaðir eftir nauðlendingu

Reuters

Fimm manns slösuðust þegar Airbus flugvél Cathay Pacific þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Hong Kong í kjölfar vélarbilunar. Um borð í vélinni voru rúmlega 300 farþegar og 14 manna áhöfn. Vélin, sem var á leið frá Surabaya í Indónesíu, var umsvifalaust rýmd við lendingu.

„Flugvélin nauðlenti þegar í ljós komu vandræði með aðra vélina. Fimm manns slösuðust og voru fluttir á spítala til aðhlynningar,“ er haft eftir talsmanni flugmálastjórnar landsins. Hann vildi ekki staðfesta að kviknað hefði í annarri vél flugvélarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert