Að minnsta kosti 73 biðu bana þegar hermenn gerðu árás á afskekkt þorp héraðinu Khyber í Pakistan. Embættismaður á svæðinu segir að árásin hafi verið gerð sl. laugardag. Þorpið er hins vegar það afskekkt að fyrst nú eru að berast þaðan fréttir.
Pakistönsk herþota varpaði sprengjum á svæðið, en henni hafði verið beitt í átökum við talibana í héraðinu Orakzai skammt frá. Þetta segir breska ríkisútvarpið.
Mörg hundruð hafa fallið í loftárásum á svæðunum.
Talsmenn hersins segir að flestir hinna látnu séu talibanar. Aðrir heimildarmenn segja að margir óbreyttir borgarar hafi einnig fallið í þessum hernarðaraðgerðum.