Segir samkynhneigð orsök barnaníðs

Tarcisio Bertone kardínáli.
Tarcisio Bertone kardínáli. Reuters

Barn­aníð er ekki af­leiðing skír­líf­is held­ur sam­kyn­hneigðar. Þetta er haft eft­ir Tarcisio Bert­one kardí­nála, sem er næ­stæðsti stjórn­andi Páfag­arðs, í op­in­berri heim­sókn hans til Chile.

Um­mæli hans hafa vakið hörð viðbrögð enda koma þau á sama tíma og nær dag­lega ber­ast nýj­ar frétt­ir af kyn­ferðis­legu of­beldi kaþólskra presta gagn­vart börn­um.

„Fjöldi sál­fræðinga og lækna hafa sýnt fram á að það eru eng­in tengsl milli skír­líf­is og barn­aníðs. Sam­tím­is hafa marg­ir aðrir sýnt að það eru tengsl á milli sam­kyn­hneigðar og barn­aníðs, eins og ný­leg skrif bera með sér,“ sagði Tarcisio Bert­one, án þess að vísa nán­ar til um­ræddra heim­ilda sem hann beitti fyr­ir sér.

Bert­one er nokk­urs kon­ar staðgeng­ill páfa og ut­an­rík­is­ráðherra Páfag­arðs. Sam­tím­is því sem Bert­one heim­sæk­ir Chile heyr­ast há­vær­ar gagn­rýn­isradd­ir þess efn­is að Páfag­arður hafi ekki gert nægi­lega mikið til þess að refsa þeim kaþólsku prest­um sem upp­vís­ir hafa orðið að því að beita börn kyn­ferðis­legu of­beldi, en í flest­um til­vik­um eru fórn­ar­lömb­in strák­ar.

Að mati sumra ber að túlka um­mæli Bert­ones sem til­raun til þess að koma í veg fyr­ir frek­ari gagn­rýni á kaþólsku kirkj­una og páfann, sem er sjálf­ur harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafa tekið mjög létt­vægt á ásök­un­um um barn­aníð kaþólskra presta og sam­tím­is reynt að halda hlífiskildi yfir um­rædda presta.




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert