Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, viðurkennir nú að hafa gert mistök með því að innleiða ekki strangari löggjöf og eftirlit með bönkum þegar hann var fjármálaráðherra landsins.
Brown var sem kunnugt er fjármálaráðherra á árunum 1997-2007. Hann bendir á að þegar á tíunda áratug síðustu aldar hafi fulltrúar bankanna kallað eftir vægari bankalöggjöf.
„Sannleikurinn er sá að jafnt á heimsvísu sem og hér í Bretlandi hefðum við átt að auka eftirlitið með bönkunum,“ er haft eftir Brown í breskum fjölmiðlum. Hann segist nú sjá að hann hefði hátt að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki bankanna, en tekur fram að hann hafi lært af reynslunni.