Tapa 25 milljörðum á dag

Reykjarmökkur sést stíga til himins frá Eyjafjallajökli.
Reykjarmökkur sést stíga til himins frá Eyjafjallajökli. Reuters

Gríðarlega mikil röskun hefur orðið á flugsamgöngum í Evrópu og víðar um heim vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þetta kostar flugfélöginn jafnframt skildinginn en Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) telja að flugfélög tapi um 200 milljónum dala (um 25 milljarðar kr.) dag hvern vegna öskufallsins.

IATA bendir á að auk tekjutaps þá þurfi flugfélög að breyta flugferðum sem kosti sitt auk þess sem félögin verði að leggja út fé til að sinna bæði flugvélum og flugfarþegum sem eru strandaglópar víða um heim.

IATA er búið að koma upp neyðarmiðstöð í Montreal í Kanada þar sem samtökin vinna að því að koma skikki á flugumferð með Eurocontrol og flugumferðarstjórnstöðvum í Evrópu.

Gríðarlegur kostnaður fylgir því að breyta flugferðum og sjá um …
Gríðarlegur kostnaður fylgir því að breyta flugferðum og sjá um farþega sem komast hvorki lönd né strönd. Að ekki sé talað um tekjutap vegna þeirra flugröskunar sem þegar hefur orðið. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert