Talsmenn björgunar- og hjálparsamtaka segja að yfir 1.100 hafi látist í Kína af völdum jarðskjálftans sem reið yfir á miðvikudag. Björgunarsveitir reyna nú að finna fólk á lífi í húsarústum, en þeir eiga nú í kappi við tímann.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, heimsótti skjálftasvæðið í dag til að skoða þær skemmdir sem hafa orðið og til að hugreyst íbúa. Um 11.000 hafa slasast.
Flestir íbúanna á svæðinu rætur að rekja til Tíbet og hafa þeir gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert nóg í kjölfar skjálftans, sem mældist 6,9 á Ricter. Þessu vísa kínversk stjórnvöl alfarið á bug.
Wen og Hu Jintao, forseti Kína, hafa báði frestað fyrirhuguðum ferðalögum vegna hamfaranna.