Tveir menn létust í flugslysi í Bretlandi í gær. Í frétt á vef BBC segir að verið sé að rannsaka hvort rekja megi slysið til eldgosaösku frá Eyjafjallajökli. Ólíklegt er þó talið að það hafi orsakað slysið.
Rannsókn á orsökum flugsslysins er rétt að hefjast og hafa menn ekkert í höndum sem styður þá kenningu að askan eigi þátt í slysinu. Þeir sem vinna að rannsókninni segjast þó ekki geta útilokað að askan hafi átt þátt í slysinu.
Þeim tilmælum hefur verið beint til lítilla flugvéla að vera á varðbergi gagnvart ösku í háloftunum.