Flugvél fórst á Bretlandi

Ólíklegt er talið að gosið hafi átt þátt í flugslysinu.
Ólíklegt er talið að gosið hafi átt þátt í flugslysinu. mbl.is/Júlíus

Tveir menn lét­ust í flug­slysi í Bretlandi í gær. Í frétt á vef BBC seg­ir að verið sé að rann­saka hvort rekja megi slysið til eld­gosa­ösku frá Eyja­fjalla­jökli. Ólík­legt er þó talið að það hafi or­sakað slysið.

Rann­sókn á or­sök­um flugs­slys­ins er rétt að hefjast og hafa menn ekk­ert í hönd­um sem styður þá kenn­ingu að ask­an eigi þátt í slys­inu. Þeir sem vinna að rann­sókn­inni segj­ast þó ekki geta úti­lokað að ask­an hafi átt þátt í slys­inu.

Þeim til­mæl­um hef­ur verið beint til lít­illa flug­véla að vera á varðbergi gagn­vart ösku í háloft­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert