Neyðarfundur í Downingstræti vegna öskufalls

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað ráðherra til neyðarfundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir vegna öskufallsins frá eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Meðal þeirra sem hafa fundað með Brown í Downingstræti er Andrew Adonis, samgönguráðherra Bretlands. Á morgun mun Brown ræða við aðra Evrópusambandsráðherra um stöðuna í flugmálum í Evrópu á fjarfundi.

Talsmaður forsætisráðuneytisins segir að tilgangurinn sé að fara yfir stöðuna vegna öskufallsins og ræða viðbrögð stjórnvalda til að takmarka þá röskun sem þegar hafi orðið.

M.a. er verið að ræða hvernig koma megi Bretum til aðstoðar sem eru strandaglópar í öðrum löndum. Einnig áhrif öskufallsins á ferðaiðnaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert