Þrýst á að flugbanninu verði aflétt

Þrýstings er farið að gæta frá flugfélögum í Evrópu á flugmálayfirvöld að aflétta þeim hömlum sem verið hafa á flug vegna hættu sem flugvélum stafar af ösku frá Eyjafjallajökli. Þjóðverjar hafa verið að gera tilraunir með að fljúga segjast ekki verða varir við neinar skemmdir á hreyflum.

Flugfélög hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna flugbannsins. Í dag er talið að um 15% af þeim ferðum í Evrópu sem fara átti hafi verið farnar. Menn tala um að ef þetta ástand vari lengi enn geti það leitt til gjaldþrots flugfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert