Aska truflar flug í Nýfundnalandi

Frá St. John's á Nýfundnalandi.
Frá St. John's á Nýfundnalandi. Skapti Hallgrímsson

Áætlunarferðum flugvéla til og frá St. John's í Nýfundnalandi var ýmist seinkað eða þær felldar niður í morgun vegna ösku úr eldgosinu í Eyjafjallajökli. Flug nú síðdegis er í athugun og er fylgst náið með ferðalagi öskunnar vestur um haf, að sögn fréttastofu CTV.

Askan sem talin var hafa borist að austurströnd Kanada í morgun gæti síðan borist niður með austurströnd Bandaríkjanna samkvæmt veðurspám. Kanadískur veðurfræðingur, Stephen Green, sagði í samtali við fréttastofu CTV að það sætti nokkurri furðu að askan bærist þessa leið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert