Öskuský frá eldstöðvunum undir Eyjafjallajökli er nú yfir suðurhluta Grænlands. Flugmálayfirvöld þar í landi hafa takmarkað flug við 65 breiddargráðuna og búið að aflýsa mörgum flugferðum.
Þetta þýðir að bannað verður að fljúga frá Maniitsoq og suður með Grænlandi. Óttast er að flugbannið muni verða í gildi næstu daga.