Karlmennskan í hættu?

Evo Morales (t.h.) með vini sínum, Hugo Chavez, forseta Venesúela.
Evo Morales (t.h.) með vini sínum, Hugo Chavez, forseta Venesúela. Reuters

Evo Morales, forseti Bólivíu, var hart gagnrýndur í dag fyrir að segja á þingi um loftslagsmál að borðuðu karlmenn kjúklinga, sem dælt hefði verið í hænuhormónum, ættu þeir á hættu að karlmennskan yrði fyrir tjóni, að sögn AFP-fréttastofunnar.

Stjórnarandstaðan í Bólívíu og samtök samkynhneigðra víða um heim fordæmdu orð Morales, sögðu þau bera vott um hatur á samkynhneigðum. Forsetinn sagði ennfremur að neyttu karlmenn matar frá Evrópu ættu þeir á hættu að verða sköllóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert