Karlmennskan í hættu?

Evo Morales (t.h.) með vini sínum, Hugo Chavez, forseta Venesúela.
Evo Morales (t.h.) með vini sínum, Hugo Chavez, forseta Venesúela. Reuters

Evo Morales, for­seti Bóli­víu, var hart gagn­rýnd­ur í dag fyr­ir að segja á þingi um lofts­lags­mál að borðuðu karl­menn kjúk­linga, sem dælt hefði verið í hænu­horm­ón­um, ættu þeir á hættu að karl­mennsk­an yrði fyr­ir tjóni, að sögn AFP-frétta­stof­unn­ar.

Stjórn­ar­andstaðan í Bólívíu og sam­tök sam­kyn­hneigðra víða um heim for­dæmdu orð Morales, sögðu þau bera vott um hat­ur á sam­kyn­hneigðum. For­set­inn sagði enn­frem­ur að neyttu karl­menn mat­ar frá Evr­ópu ættu þeir á hættu að verða sköll­ótt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert