Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, sagði af sér embætti í dag eftir að einn stjórnarflokkurinn hætti stuðningi við ríkisstjórn landsins.
Albert II konungur hefur hins vegar tekið sér umhugsunarfrest um hvort hann eigi að fallast á afsögnina eða ekki. Sagði hann að stjórnarkreppa ógni stöðu Belga í Evrópusambandinu en Belgía á að staka við forsæti ESB eftir tvo mánuði.
„Ríkisstjórnin átti einskis annars úrkosti en segja af sér," sagði Didier Reynders, fjármálaráðherra, við blaðamenn eftir að flæmski flokkurinn Opni VLD hætti stuðningi við stjórnina.
Fimm flokkar stóðu að ríkisstjórn Belgíu en Opni VLD gekk úr stjórninni þar sem ekki tókst að leysa langvinnadeilu milli stjórnmálafylkinga Flæmingja og Vallóna. Sagði Alexander De Croo, leiðtogi flokksins að hann hefði misst traustið á stjórninni.