Þýska þingið kýs um ESB-umsókn Íslands

Þýska þingið telur hvalveiðar geta reynst stærra vandamál en Icesave …
Þýska þingið telur hvalveiðar geta reynst stærra vandamál en Icesave deilan varðandi ESB umsókn Íslands. mbl.is/ÞÖK

Þýska þingið Bundestag mun í dag kjósa um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, að því er greint er frá á vefsíðu EU observer. Ekki er búist við miklum deilum í tengslum við kosninguna, sem  er þó fyrsta kosning þýska þingsins um aðildarumsókn að ESB eftir að ríkisstjórnir ESB ríkja öðluðust aukin áhrif á stefnu ESB á síðasta ári. 

Sú breyting gerði þýska þinginu t.a.m kleift að samþykkja Lissabon sáttmálann, sem þýskur stjórnlagadómstóll hafði sagt veita þinginu ekki næga yfirsýn.

Búist er við að þýska þingið samþykki umsókn Íslands þó ríkir óvissa um aðildarumsókn annarra ríkja, t.a.m. Tyrklands.

„Ísland er ekki Grikkland,“ hefur Reuters fréttastofan eftir Andreas Schockenhoff varaformanni Kristilega demókrataflokksins um leið og hann minnir á viðbrögð ESB við umsókn Íslands.

Icesave-deilan við Hollendinga og Breta er þá að mati þýska löggjafans ekki líkleg til að vera vandamál í aðildarviðræðunum. Krafa íslenskra stjórnvalda um að halda áfram hvalveiðum, sem bannaðar eru innan ESB, gæti hins vegar reynst meira vandamál.

„Það kann að reynast stærsta hindrunin varðandi ESB-aðild,“ sagði Ruprecht Polenz, formaður utanríkismálanefndar við Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert