Þýska þingið kýs um ESB-umsókn Íslands

Þýska þingið telur hvalveiðar geta reynst stærra vandamál en Icesave …
Þýska þingið telur hvalveiðar geta reynst stærra vandamál en Icesave deilan varðandi ESB umsókn Íslands. mbl.is/ÞÖK

Þýska þingið Bundestag mun í dag kjósa um aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, að því er greint er frá á vefsíðu EU obser­ver. Ekki er bú­ist við mikl­um deil­um í tengsl­um við kosn­ing­una, sem  er þó fyrsta kosn­ing þýska þings­ins um aðild­ar­um­sókn að ESB eft­ir að rík­is­stjórn­ir ESB ríkja öðluðust auk­in áhrif á stefnu ESB á síðasta ári. 

Sú breyt­ing gerði þýska þing­inu t.a.m kleift að samþykkja Lissa­bon sátt­mál­ann, sem þýsk­ur stjórn­laga­dóm­stóll hafði sagt veita þing­inu ekki næga yf­ir­sýn.

Bú­ist er við að þýska þingið samþykki um­sókn Íslands þó rík­ir óvissa um aðild­ar­um­sókn annarra ríkja, t.a.m. Tyrk­lands.

„Ísland er ekki Grikk­land,“ hef­ur Reu­ters frétta­stof­an eft­ir Andreas Schocken­hoff vara­for­manni Kristi­lega demó­krata­flokks­ins um leið og hann minn­ir á viðbrögð ESB við um­sókn Íslands.

Ices­a­ve-deil­an við Hol­lend­inga og Breta er þá að mati þýska lög­gjaf­ans ekki lík­leg til að vera vanda­mál í aðild­ar­viðræðunum. Krafa ís­lenskra stjórn­valda um að halda áfram hval­veiðum, sem bannaðar eru inn­an ESB, gæti hins veg­ar reynst meira vanda­mál.

„Það kann að reyn­ast stærsta hindr­un­in varðandi ESB-aðild,“ sagði Ruprecht Po­lenz, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar við Reu­ters.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert