Valdi að verða skotinn

Dæmdur morðingi í Utah í Bandaríkjunum hefur valið að verða skotinn af aftökusveit. Ronnie Lee Gardner var gefinn kostur á að velja á milli þess að vera skotinn eða sprautaður með banvænni sprautu, og valdi fyrri kostinn.

Dauðarefsingar tíðkast í 35 ríkjum bandaríkjanna, en einungis í Utah geta þeir sem hljóta slíkan dóm valið að verða fyrir kúlu aftökusveitar. Ef aftakan fer fram verður Gardner þriðji Bandaríkjamaðurinn til að verða tekinn af lífi með þeim hætti frá árinu 1976, þegar hæstiréttur þar í landi felldi þann dóm að dæma mætti menn til dauða í fylkjum Bandaríkjanna.

Í frétt BBC af málinu segir að fari aftakan fram muni það valda miklu fjölmiðlafári. Gagnrýnendur segja að aftaka með þessum hætti minni á Villta vestrið og ætti að vera bönnuð.

Gardner, sem er 49 ára gamall, drap lögfræðing í þegar hann flúði úr dómshúsi árið 1985.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert