Vilja Grikki af evrusvæðinu

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Reuters

Geor­ge Pap­andreou, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, sagði í dag að áætl­un um aðstoð frá ESB og AGS sé „ekki ánægju­leg“ en lífs­nauðsyn­leg. Þær radd­ir ger­ast nú æ há­vær­ari í Þýskalandi sem krefjast þess að stjórn­völd í Aþenu íhugi að segja sig úr evru­svæðinu.

Pap­andreou óskaði í gær eft­ir aðstoð upp á 45 millj­arða evra (7.720 millj­arða króna). Grikk­ir eru fyrsta þjóðin á evru­svæðinu sem ósk­ar eft­ir slíkri aðstoð. Aðstoðarbeiðni Grikkja þótti skyggja á fund fjár­málaráðherra hjá AGS í Washingt­on í dag.

Grikk­ir óskuðu eft­ir skjót­um viðbrögðum frá ESB og AGS við hjálp­ar­beiðninni. Hún olli hins veg­ar mik­illi reiði í Grikklandi. Þar hef­ur gengið á með óeirðum og verk­föll­um vegna mik­ils niður­skurðar í út­gjöld­um hins op­in­bera.

Herm­an Van Rompuy, for­seti ESB, sagði í yf­ir­lýs­ingu í dag að þjóðir í Evr­ópska mynt­banda­lag­inu væru að stíga nauðsyn­leg skref til að geta veitt hinni skuld­um vöfnu bræðraþjóð „skjóta aðstoð“.

Hinar 15 „evruþjóðirn­ar munu ákveða hve mik­ill stuðning­ur­inn­verður og skil­yrði hans,“ sagði Van Rompuy. Hann sagði að þær hafi hafið nauðsyn­leg­an und­ir­bún­ing heima­fyr­ir til að geta veitt Grikkj­um aðstoðina.

Þjóðverj­ar þykja hafa sýnt aðstoðinni við Grikki nokk­urt fá­læti, þrátt fyr­ir fyr­ir heit Van Rompuy. Þýska hag­kerfið er það stærsta í Evr­ópu. Þjóðverj­ar hafa sagt að ein­ung­is eigi að grípa til björg­un­araðgerða ef stöðug­leika evr­unn­ar sé ógnað. Þær radd­ir verða sí­fellt há­vær­ari í Þýskalandi, bæði á meðal stjórn­ar­liða og stjórn­ar­and­stöðu, að Grikk­ir eigi að hug­leiða það að segja sig úr evr­ópska myntsam­starf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert