Nautabani í lífshættu

José Tomás í nautaati á Spáni.
José Tomás í nautaati á Spáni. Reuters

Þekktur spænskur nautabani, José Tomás, er í lífshættu eftir að naut stangaði hann í nautaati í mexíkóska bænum Aguascalientes í gær og slagæð í læri hans fór í sundur. Tomás var í þrjá tíma á skurðarborðinu í gær og missti mikið blóð.

Forstjóri  Miguel Hidalgo sjúkrahússins í Aguascalientes sagði, að útlitið hefði batnað lítillega nú síðdegis en Tomás væri enn í lífshættu.

Nautaatið í gær var hluti af árlegri hátíð nautabana í San Marcos. Tomás var að fást við annað naut sitt í atinu þegar slysið varð.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert