Varað við gjóskunni 2007

Askan úr Eyjafjallajökli hefur valdið vandræðum út um víða veröld.
Askan úr Eyjafjallajökli hefur valdið vandræðum út um víða veröld. Hans-Martin

Deild um eft­ir­lit eld­fjalla­gjósku inn­an alþjóðasam­taka borg­ara­legra flug­um­ferðar­stjórna ræddi það fyr­ir þrem­ur árum að skil­greina það í hve mik­illi gjósku óhætt er að fljúga flug­vél­um. Flug­véla­fram­leiðend­ur reynd­ust vera treg­ir til að ræða málið.

The Guar­di­an fjall­ar um málið í dag í til­efni af flug­banni í Evr­ópu vegna gjósk­unn­ar úr Eyja­fjalla­jökli.  Flug­bannið hef­ur bakað flug­fé­lög­um tjón upp á nærri 220 millj­arða króna að mati alþjóðasam­taka flug­fé­laga, IATA. 

Starfs­hóp­ur­inn um eld­gosa­ösk­una, In­ternati­onal Airways Volcano Watch Operati­ons Group, ræddi málið á ár­leg­um fundi sín­um í Nýja Sjálandi árið 2007. Í fund­ar­gerð kem­ur fram að eng­in skil­grein­ing sé til á því hve mikla gjósku hver flug­véla­teg­und þolir svo hægt sé að gefa út skýr­ar leiðbein­ing­ar  um hvenær sé óhætt að fljúga. 

Þar seg­ir einnig að þörf sé á skýr­um leiðbein­ing­um bæði frá flug­véla­fram­leiðend­um og leyf­is­veit­end­um í flugi. Í fund­ar­gerðinni kem­ur einnig fram að setn­ing viðmiðun­ar­marka sé „erfitt og langvar­andi vanda­mál“.

Í vinnu­skjali sem gefið var út að fund­in­um lokn­um er varað við því að mikl­ar lík­ur séu á því að flug­um­ferð stöðvist vegna eld­fjalla­gjósku. Þar er því m.a. spáð að eft­ir því sem fjar­könn­un­ar­tækni fleygi fram sé lík­legt að svæði þar sem aska finnst eða er talið að aska finn­ist muni stækka. Það geti leitt til of­ur­var­kárni og mik­ils kostnaðar fyr­ir flug­fé­lög­in.

Árið eft­ir var fjallað um vanda­mál sem tengd­ust því að fylgj­ast með ís­lensk­um eld­fjöll­um. Þar var rædd til­laga frá Veður­stofu Íslands um aðra „Doppler veður­sjá á aust­ur­hluta lands­ins til að hjálpa við að fylgj­ast með eld­fjalla­virkni á því svæði.“

Í fund­ar­gerð kom fram að  slíkt eld­gos gæti haft mik­il áhrif á flug­um­ferð yfir Norður-Atlants­haf því ís­lensk eld­fjöll séu í ná­lægð við mik­il­væg­ar flug­leiðir. Fund­ar­menn komust að því að til­lag­an krefðist vís­inda­legs mats sem þeir gætu ekki heim­ilað.

Fimmti fund­ur starfs­hóps­ins var hald­inn í Chile aðeins tveim­ur vik­um áður en eld­gosið hófst hér á landi. Hann hvatti flug­véla­fram­leiðend­ur til að ræða ör­ygg­is­mörk hvað varðar eld­fjalla­gjósku í and­rúms­loft­inu. Í fund­ar­gerð kem­ur fram að IATA hafi upp­lýst starfs­hóp­inn um hvað mikið hafi verið gert til þess að fá full­trúa iðnaðar­ins á vinnufund­inn en þær til­raun­ir hafi reynst ár­ang­urs­laus­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert