Ver bann við blæjum

Michele Alliot-Marie, til vinstri, segir bann við blæjum nauðsynlegt til …
Michele Alliot-Marie, til vinstri, segir bann við blæjum nauðsynlegt til að múslímakonur samlagist frönsku samfélagi. BENOIT TESSIER

Franski dómsmálaráðherrann Michele Alliot-Marie segir bann við því, að múslimakonur hylji sig algjörlega með blæju á opinberum vettvangi, vera nauðsynlegt friðsamlegu samlífi í Frakklandi og til að múslimskar konur geti samlagast frönsku samfélagi.

Ríkisstjórn Nicolas Sarkozy sagði í síðustu viku að slíku banni yrði hrint í framkvæmd og myndi gilda jafnt fyrir fyrir múslímska ferðamenn sem íbúa Frakklands.

„Fyrsta grundvallarregla hins franska ríkis er trúfrelsi, virðing fyrir öllum trúarbrögðum og viðurkenning á frelsi allra til að iðka sína trú,“ segir ráðherrann í samtalið við AFP-fréttaveituna. „En hafa verður í huga að í Kóraninum er hvergi kveðið á um að konur hylji sig algjörlega -- eins og hátt settir múslímskir leiðtogar hafa reglulega ítrekað.“

Önnur grundvallarregla hins franska ríkis segir Alliot-Marie vera höfnun á  hvers kyns samfélagshyggju. „Lögin koma eins fram við alla og það er það sem eining lýðveldisins byggir á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert