Þjóðverjar vilja ekki hjálpa Grikkjum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. INA FASSBENDER

57% Þjóðverja telja að það væri slæm ákvörðun að veita Grikklandi efnahagsaðstoð, samkvæmt nýrri skoðanakönnun dagblaðsins Die Welt og sjónvarpsstöðvarinnar France 24. Þetta sýnir þá miklu andstöðu við aðstoðina til Grikklands, sem er ríkjandi í Þýskalandi, mesta efnahagsveldi innan ESB.

Aðeins 33% aðspurðra sögðust vera fylgjandi því að veita Grikklandi aðstoð. Könnunin var gerð um miðjan þennan mánuð og voru rúmlega þúsund manns í úrtakinu.

Á föstudag sótti Grikkland formlega um aðstoð frá hinum evrulöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem nemur um 45 milljörðum evra. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hins vegar krafist þess að áður en aðstoðin verði veitt sýni Grikkir fram á trúverðuga áætlun um það hvernig þeir geti komið fjármálum sínum í lag. Merkel stendur frammi fyrir kosningum 9. maí.

Sem stærsta hagkerfi ESB myndi Þýskaland leggja mest til Grikklands, um 8,4 milljarða evra af 30 milljörðum sem evrulöndin myndu lána.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert