„Grikkir munu ekki borga okkur til baka”

Hans-Werner Sinn.
Hans-Werner Sinn.

Ólíklegt er að Grikkland komist nokkurn tíma í aðstöðu til að endurgreiða lán frá Þýskalandi, sem nú er verið að íhuga að veita. Þetta segir Hans-Werner Sinn, þýskur hagfræðingur og yfirmaður stofnunar sem nefnist Ifo.

Sinn var í viðtali á útvarpsstöðinni MDR í Berlín spurður hvort Þjóðverjar fengju peningana sína til baka svaraði hann: „Ef ég á að segja þér alveg satt, nei.” Sinn ere inn helsti efnahagsráðgjafi þýsku ríkisstjórnarinnar.

Grikkland yrði ekki í aðstöðu til þess að koma á nægilegum aga í ríkisfjármálum og þyrfti á endanum að biðja Þýskaland um að gefa skuldina eftir. Hann varaði við því að hjálp til Grikklands gæti orðið að fordæmi innan evrusvæðisins, þar sem fleiri lönd eru stórskuldug með mikinn fjárlagahalla.

„Það væri mjög skiljanlegt ef Ítalir eða Spánverjar myndu þrýsta á okkur að hjálpa Grikkjum núna. Það væri mjög mikilvægt fordæmi fyrir þá sjálfa,” sagði Sinn.

Ummæli hans koma rétt fyrir fundaröð í Berlín um málefni Grikklands. Þar verða meðal annarra Dominique Strauss-Kahn yfirmaður AGS og Jean-Claude Trichet bankastjóri evrópska Seðlabankans. Ávöxtunarkrafa á grísk ríkisskuldabréf er nú 10%, sú hæsta síðan landið tók upp evruna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert