Kveikja í olíu til að takmarka skaðann

Olíuborpallurinn varð alelda í kjölfar sprengingar í síðustu viku. Hann …
Olíuborpallurinn varð alelda í kjölfar sprengingar í síðustu viku. Hann sökk skömmu síðar. Reuters

Bandaríska landhelgisgæslan ætlar að kveikja í olíu sem hefur lekið úr borholu í Mexíkóflóa. Þetta er gert til að draga úr frekari olíuleka á svæðinu. Menn óttast að ef ekkert verði að gert þá geti olíulekinn orðið einn sá alvarlegasti í sögu Bandaríkjanna.

Smákafbátar með vélarma eru notaðir til að stöðva lekann. Talsmaður landhelgisgæslunnar segir að sú vinna gæti tekið marga mánuði.

Daglega leka um 190 þúsund lítrar af olíu í hafið þar sem áður var olíuborpallurinn Deepwater Horizon, sem sprakk og sökk við strönd Louisiana í síðustu viku

Ellefu er enn saknað, en talið er að þeir hafi látið lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert