Kínverji stakk 28 leikskólabörn

Tuttugu og átta börn og þrír fullorðnir stærðust þegar maður vopnaður hnífi gerði árás á leikskóla í Jiangsu héraði í austurhluta Kína. Þetta er þriðja árásin af þessu tagi á einum mánuði í Kína. Embættismenn segja að fimm séu alvarlega særðir og liggi inni á spítala.

Maðurinn var handtekinn eftir árásina, sem hann gerði á leikskóla í borginni Taixing. Hann er 47 ára gamall og notaði 20 sentimetra langan hníf til verksins. Flest börnin sem hann meiddi voru fjögurra ára gömul og úr sama bekknum.

Á miðvikudag gerði annar maður svipaða hnífaárás og særði 16 nemendur og einn kennara. Sama dag og það gerðist var læknir, sem hafði stungið átta börn til bana í Fuijan héraði í síðasta mánuði, tekinn af lífi.

Allnokkrar svona árásir hafa orðið í Kína á síðustu árum, yfirleitt frá fólki sem telur sig eiga einhverra harma að hefna eða er haldið geðsjúkdómum. Síðan hrinan byrjaði árið 2004 hafa margir skólar tekið það til bragðs að ráða öryggisverði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert