Lífstíll „ofbeldis“ og „óumburðarlyndis“

Ayaan Hirsi Ali er óhrædd við að tjá skoðanir sínar.
Ayaan Hirsi Ali er óhrædd við að tjá skoðanir sínar. mbl.is/Golli

Mann­rétt­inda­bar­áttu­kon­an Aya­an Hirsi Ali gagn­rýn­ir harðlega það sem hún kall­ar „of­beld­is­full­an“ og  „óum­b­urðarlynd­an“ lífstíl íslamstrú­ar í viðtali við danska dag­blaðið Jót­land­s­póst­inn. Blaðið reitti mús­líma til mik­ill­ar reiði um all­an heim þegar það birti skop­mynd­ir af Múhameð spá­manni árið 2005.

„Íslam er of­beld­is­full­ur og óum­b­urðarlynd­ur lífstíll. Lífstíll sem er fjand­sam­leg­ur kon­um og sam­kyn­hneigðum. Óumb­urðarlynd­ur og órétt­lát­ur,“ seg­ir Hirsi Ali í sam­tali við Jót­land­s­póst­inn.

Hún er fædd í Sómal­íu og sat um tíma hol­lenska þing­inu. Henni hafa borist morðhót­an­ir vegna gagn­rýni sinn­ar á íslam. Hún hef­ur m.a. kallað eft­ir því að Banda­rík­in og ríki í Evr­ópu veiti setji mús­límaríkj­um ákveðin skil­yrði eigi þau að fá þró­un­araðstoð.

„Við eig­um að segja við þau: „Við skul­um hjálpa ykk­ur, en þið verðið að breyta af­stöðu ykk­ar gagn­vart kon­um, því við telj­um að fresli kvenna hafi já­kvæð áhrif á þróun“,“ seg­ir hún.

Hirsi Ali býr nú í Banda­ríkj­un­um. Hún er hins veg­ar stödd í Kaup­manna­höfn til að kynna bók­ina „Nomad“, sem hún skrifaði. Í dag hlaut hún Tján­ing­ar­frelsis­verðlaun Jót­land­s­pósts­ins.

Árið 2004 gerði Hirsi Ali stutt­mynd­ina Su­bm­issi­on I ásamt kvik­mynda­gerðar­mann­in­um Theo Van Gogh, sem í kjöl­farið var myrt­ur á hrotta­feng­inn hátt á göt­um Amster­dam­borg­ar, en með mynd­inni vildi hún lýsa því mynd­rænt hversu kúg­andi afl íslam geti verið fyr­ir kon­ur. Henni bár­ust líf­láts­hót­an­ir og síðan þá hef­ur hún notið lög­reglu­vernd­ar.

Hún seg­ir í sam­tal­inu við Jót­land­s­póst­inn að hún sjái ekki eft­ir því að hafa gagn­rýnt íslam.

„Ég lifi í lög­reglu­vernd, en andi minn er frjáls. Ég get birt það sem ég vil.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert