Slagsmál þingmanna rannsökuð sem sakamál

Hafin er sakamálarannsókn á slagsmálunum sem brutust út í úkraínska þinginu í gærmorgun, þegar samningur við Rússa um flotastöðina í Sevastopol var samþykktur.

„Saksóknarinn í Kiev hefur hafið sakamálarannsókn á ólátunum sem hópur þingmanna á Verkhovna Rada [þinginu] stóð fyrir,” sagði talsmaður saksóknara við AFP í morgun. Þar voru reyksprengjur sprengdar, eggjum kastað og höggin látin dynja á andstæðingunum.

Þingumræðan snerist nánar til tekið um samning um leigu á flotastöðinni til. Rússa til næstu 25 ára, gegn því að Úkraínumenn fengju afslátt á rússnesku gasi. Samningurinn gerir Rússum kleift að starfrækja áfram flota sinn á Svartahafinu.

Stjórnarandstöðuflokkar í landinu, sem töldu samninginn brjóta gegn fullveldi Úkraínu og fórna þjóðarhagsmunum fyrir hagsmuni Rússa, stóðu fyrir uppþotinu.

Hart var tekist á í þingsalnum í gær og höggin …
Hart var tekist á í þingsalnum í gær og höggin látin dynja á andstæðingunum. GLEB GARANICH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert