Átök milli lögreglu og mótmælenda í Grikklandi

Tugþúsundir Grikkja mótmæla á götum Aþenu. Framan af fór allt friðsamlega fram en eftir því sem líður á daginn virðist færast meiri hiti í mannskapinn. Átök urðu milli óeirðarlögreglu og mótmælenda á ellefta tímanum og útlit fyrir frekari og harðari átök. Kylfum og táragasi er beitt gegn mótælendum.

Gríðarleg spenna og reiði er meðal Grikkja degi áður en samkomulag um milli Grikklands og Evrópusambandins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er kynnt. Franski fjármálaráðherrann, Christine Lagarde, tilkynnti um það í dag að neyðaraðstoð til Grikkja muni nema á milli 100 and 120 milljörðum evra á næstu þremur árum.

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, hvatti þjóð sína í gær til að sætta sig við fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir. Talið er að þær feli m.a. í sér launalækkun opinberra starfsmanna, uppasgnir, skattahækkanir og gífurlegan niðurskurð.

Ekki er að sjá á mótmælum dagsins að Grikkir sætti sig við aðgerðirnar. Eldsprengjum, steinum og raunar öllu lauslegu er kastað að lögreglu sem svarar með táragasi.

Gríðarlegur mannfjöldi hefur safnast saman á götum Aþenu.
Gríðarlegur mannfjöldi hefur safnast saman á götum Aþenu. JOHN KOLESIDIS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert