Dæmdir fyrir morð á nunnu

Dorothy Stang boðaði trú og var umhverfisverndarsinni.
Dorothy Stang boðaði trú og var umhverfisverndarsinni. AP

Brasilískur dómstóll hefur dæmt búgarðseiganda fyrir að hafa fyrirskipa morðið á bandarísku nunnunni og umhverfissinnanum Dorothy Stang árið 2005. Árið 2007 var annar búgarðseigandi dæmdur fyrir aðild að morðinu. Þeir fengu báðir þrjátíu ára dóm fyrir að hafa ráðið menn til þess að myrða Stang, sem var 73 ára er hún lést. 

Dorothy Stang barðist fyrir réttindum fátækra bænda og fyrir varðveislu regnskóganna gegn ágangi skógarhöggsmanna og verktaka. Saksóknarar sögðu ástæðuna fyrir því að mennirnir tveir, Vitalmiro Bastos Moura og Regivaldo Galvao, létu myrða Stang vera þá að hún kom í veg fyrir að þeir gætu náð yfirráðum yfir landi sem stjórnvöld höfðu gefið bændum við Amazon.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert