Ferðamenn í Kaupmannahöfn eru afar ósáttir við að sjá ekki Litlu hafmeyjuna, styttu Edvards Eriksens, á Löngulínu í Kaupmannahöfn þegar þeir heimsækja borgina. Í stað styttunnar er ferðamönnum nú boðið upp á að sjá stillimynd af henni á stórum skjá á meðan Litla hafmeyjan er í öndvegi í danska skálanum á heimssýningunni í Sjanghæ.
Ferðamennirnir eru hins lítið hrifnir og telja að skjárinn sé fáránlegur og þetta minni mest á minnismerki um Litlu hafmeyjuna, líkt og hún hafi dáið.