Stjórnvöld í Grikklandi hafa samþykkt samninga við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til bjargar erfiðum efnahag landsins. George Papanderou forsætisráðherra segir að landsmenn þurfi að færa miklar fórnir til að forða gjaldþroti ríkisins.
Síðar verður upplýst hvað felst í aðgerðunum. Búið er við að neyðaraðstoðin muni nema um 120 milljörðum evra á þremur árum.
Fjármálaráðherrar ríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í Brussel í dag og er búist við að þar verði aðstoðin samþykkt.
Tugþúsundir Grikkja mótmæltu á götum Aþenu í gær aðhaldsaðgerðum sem eru forsenda aðstoðar Evrópusambandsins. Þegar leið á daginn kom til átaka á milli óeirðalögreglu og mótmælenda. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, steinum og öllu lauslegu að lögreglu sem svaraði með táragasi og kylfum.