Formaður breska Íhaldsflokksins, David Cameron, fer varlega í sakirnar varðandi komandi þingkosningar þrátt fyrir að flokkurinn njóti mestra vinsælda breskra þingflokka ef marka má skoðanakannanir. Cameron, sem er forsætisráðherraefni flokksins, segir að ekki sé hægt að segja neitt með fullri fyrr en búið verður að telja upp úr kjörkössunum.
Hann segir að ef hann muni stýra landinu eftir kosningar þá verði miklar breytingar gerðar á stjórnarháttum. Svo sem neyðarfjárlög og stríðstjórn vegna átakanna í Afganistan.Í símakönnun sem ComRes vann fyrir Sunday Mirror og Independent on Sunday fá íhaldsmenn 38% atkvæða sem 2% aukning frá því fyrir viku síðan. Verkamannaflokkurinn er með 28% og Frjálslyndir demókratar eru með 25%.
Í könnun ICM/Sunday Telegraph var Íhaldsflokkurinn með 36%, Verkamannaflokkurinn 29% og Frjálslyndir með 27%.