Bandaríkin eiga 5113 kjarnorkusprengjur

Bandarísk Títan-eldflaug með kjarnaoddi í skotstöðu.
Bandarísk Títan-eldflaug með kjarnaoddi í skotstöðu.

Bandaríkjastjórn upplýsti í kvöld, að Bandaríkin réðu yfir 5113 kjarnaoddum í vopnabúri sínu. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkar upplýsingar eru birtar.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu, sem það sendi frá sér í kvöld, að það væri mikilvægt fyrir starf, sem unnið er til að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna, að veita upplýsingar um kjarnorkuvopnaeign.

Bandaríkjastjórn veitti síðast upplýsingar um kjarnorkuvopnaeign sína árið árið 1993 en upplýsingarnar voru um stöðuna árið 1961. Mest áttu Bandaríkin 31.255 kjarnaodda  árið 1967 þegar kalda stríðið var í hámarki.  

Hillary Clinton, utanríkisráðherra, sagði að ekki væri hætta á að þessar upplýsingar græfu undan öryggi Bandaríkjanna enda hefðu sérfræðingar þegar áætlað hve mörgum kjarnorkusprengjum Bandaríkjamenn réðu yfir.

Ónafngreindur bandarískur embættismaður sagði vonast væri að birting þessara upplýsinga leiddi til meira gegnsæis. Vonir stæðu til að önnur kjarnorkuríki, einkum Kína, fylgdu í kjölfarið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert