Engin olía á land enn

Reuters

Olía er ekki sjáanleg á strandlengju Mexíkóflóa en flogið var yfir svæðið í morgun þar sem olía lak í sjóinn eftir sprengingu á olíuborpalli BP þann 22. apríl. Mikið magn olíu hefur lekið í sjóinn og hafa fiskveiðar verið bannaðar á þessu svæði. Ekki hefur verið hægt að fljúga yfir strandlengjuna undanfarna daga vegna slæms veðurs.

Hætta var talin á að olían bærist á stórt strandsvæði í Louisiana, Mississippi, Alabama og Flórída. Þar eru um 40% af öllu votlendi Bandaríkjanna.

Á votlendinu við strönd Louisiana eru hundruð dýrategunda, meðal annars fágætar fuglategundir. Undan ströndinni eru einnig hrygningarstöðvar fiska, gjöful rækjumið, krabbar og ostruræktarsvæði. Fjölmargar fuglategundir verpa á strandsvæðinu auk farfugla sem koma þar við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert