Munaður í norsku fangelsi

Ljósmynd af vef norska fangelsisins Halden.
Ljósmynd af vef norska fangelsisins Halden. Ljósmynd/haldenfengsel.no

Annað stærsta fang­elsi Nor­egs var opnað í síðasta mánuði en það var um tíu ár í bygg­ingu. Fang­elsið er tölu­vert frá­brugðið öðrum og má þar finna hljóðver, hlaupa­braut og tveggja her­bergja íbúðar­hús þar sem fjöl­skyld­ur fanga gista komi þær í heim­sókn.

Fang­elsið sem nefn­ist Hald­en stend­ur á um þrjá­tíu hekt­ara lóð í suðaust­ur Nor­egi. Fjallað er um Hald­en á vefsvæði banda­ríska tíma­rits­ins Times og m.a. borið sam­an við fang­elsi í Banda­ríkj­un­um. „Ólíkt því sem ger­ist í banda­rísk­um fang­els­um er loftið ekki þrungið lykt af svita og þvagi. Þess í stað legg­ur ang­an app­el­sínu­frauðíss úr til­rauna­eld­húsi þar sem haldið er mat­reiðslu­nám­skeið fyr­ir fanga.“

Haft er eft­ir fang­els­is­stjór­an­um, Ara Hoi­dal, að í norska fang­elsis­kerf­inu sé áhersla lögð á mann­rétt­indi og virðingu. „Okk­ar mark­mið er að byggja fang­ana upp, og veita þeim sjálf­traust með mennt­un og vinnu. Þannig yf­ir­gefa þeir fang­elsið betri menn.“

Í fang­els­inu eru rými fyr­ir 252 fanga. Meðal þeirra eru fíkn­i­nefna­sal­ar, nauðgarar og morðingj­ar. Að því er seg­ir í grein Times virðist norska fyr­ir­mynd­in virka. „Inn­an tveggja ára eft­ir afplán­un eru 20% norskra fanga á ný dæmd­ir til fang­elsis­vist­ar. Þegar litið er til Bret­lands og Banda­ríkj­anna hækk­ar pró­sent­an upp í fimm­tíu til sex­tíu pró­sent.“

Auk þess sem fang­ar í Hald­en njóta ým­issa þæg­inda var leit­ast eft­ir því við að út­litið yrði sem ólík­ast fjand­sam­legri stofn­un. Þá líkj­ast fanga­klefarn­ir frek­ar her­bergi á stúd­enta­görðum. Í hverj­um er flat­skjár og lít­ill ís­skáp­ur. Glugg­ar eru stór­ir til að hleypa birtu inn og eld­hús og setu­stofa er á hverja tíu til tólf klefa.

Vef­ur fang­els­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert